Laus sæti í árnefnd Langár!
SVFR auglýsir eftir 5-6 félagsmönnum sem hafa áhuga á að starfa í árnefnd Langár á Mýrum. Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru einskonar umsjónaraðilar hvers ársvæðis fyrir sig og sinna ýmsum verkefnum á ársvæðunum …