“Skuggalegar” laxagöngur í Skuggafossi í Langá

Hollið sem var að ljúka veiðum í Langá varð vitni að stórkostlegu sjónarspili í Skuggafossi.

Svo virðist sem mikið af laxi fari hreinlega fram hjá teljaranum í Skuggafossi og stökkvi fossinn sjálfan, fiskur er farinn að dreifa sér víða um ána og því ljóst að töluvert meira af laxi er komið í ána en teljarinn segir, nýr fiskur kemur inn á hverju flóði og eins ein góð veiðikona orðaði það, “áin er að hlaða sig” .

Kári Geirlaugsson tók þessa stórkostlegu mynd sem prýðir fréttina, Kári bætti svo um betur og tók frábært videó sem sjá má hér:

Munið að stilla á HD og njótið.

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir