Kvennanefnd SVFR var stofnuð síðla árs 2013 í þeim tilgangi að skapa vettvang fyrir félagskonur SVFR sem og aðrar veiðikonur til að efla tengslanetið og að vera sýnilegt hvatningarafl fyrir konur í veiði, reyndum sem óreyndum veiðikonum.
Kvennanefndin stendur fyrir opnum húsum reglulega yfir vetrartímann, þar sem boðið er upp á fjölbreytta veiðitengda fræðslu, fáum til okkar gesti sem segja frá sinni vegferð í veiðiheiminum.
Á vorin tökum við kastæfingu og náum úr okkur hrollinum eftir veturinn. Hápunktur starfsársins eru þó ferðirnar í Laxárdalinn og Langá. Urriðaveisla í Laxá í Laxárdal og laxaveisla í Langá á Mýrum.
Með félagsstarfinu viljum við valdefla og styrkja konur í veiði, allar veiðikonur ávallt velkomnar á okkar viðburði.
Kvennanefndin tekur þátt í endurhæfingarverkefninu Kastað til bata, þar sem konur sem hafa lokið meðferð við brjóstakrabbameini er boðið til veiðiferðar. Verkefnið er árlegt á vegum Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila en SVFR er einn af stuðningsaðilum.
Stjórn Kvennanefndarinnar er skipuð fjórum konum, hver kona situr 4 ár í stjórn. Þegar kemur að því að velja nýja konu inn í stjórn er sett auglýsing á vef félagsins. Við höfum reynt að velja konur inn með mismunandi bakgrunn til að hafa sem mesta fjölbreytni í stjórninni og sýn á þau verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur.
Kvennanefnd SVFR er að hægt að fylgja á helstu samfélagsmiðlum en þar eru þær virkar i að auglýsa og sýna frá viðburðum nefndarinnar
Stjórn kvennanefndar i ár skipa þær Helga Gísladóttir, Þóra Sigrún Hjaltadóttir, Rún Knútsdóttir og Efemía Hrönn Björgvinsdóttir.