Gullmerkjahafar Stangaveiðifélags Reykjavíkur
- Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri
- Geir Hallgrímsson,borgarstjóri
- Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands
- Ólafur Noregskonungur
- Einar Gestsson, bóndi á Hæli, fyrrum formaður Veiðifélags Árnesinga
- Þórður Kristjánsson, fyrrum formaður Veiðifélags Norðurár
- Valur Gíslason, einn stofnenda SVFR
- Gísli Friðrik Petersen, einn af stofnendum SVFR
- Analíus Hagvaag, fyrir áratuga starf við kennslu í stangarköstum og fluguhnýtingum
- Garðar Þórhallsson, fyrrum formaður Elliðaárnefndar
- Sigurjón Valdimarsson, fyrrum formaður Veiðifélags Norðurár
- Orri Vigfússon, formaður og stofnandi NASF (North Atlandic Salmon Fund)
- Jón G. Baldvinsson, fyrrum stjórnarmaður, árnefndarmaður, skemmtinefndarmaður, stjórnarformaður og fullrúráðsmaður
- Halldór Þórðarson, fyrrum stjórnarmaður, árnefndarmaður og síðar fulltrúráðsmaður
- Ólafur Ólafsson, fyrrum árnefndarmaður og stjórnarmaður
- Ólafur Kr. Ólafsson, árnefndarformaður í Soginu frá því 1979
- Edda Dungal, fyrrum starfsmaður SVFR til tæplega 20 ára
- Guðrún E. Thorlacius, félagsmaður nr. 1
- Bjarni Júlíusson, fyrrum stjórnarmaður, árnefndarmaður, skemmtinefndarmaður, stjórnarformaður og fullrúráðsmaður
Saga gullmerkja
Allt frá stofnun SVFR 17. maí 1939, hafa verið veittar viðurkenningar fyrir vel unnin störf félagsmanna og til ýmissa velunnara og gesta félagsins. Voru þessar viðurkenningar nefndar “Heiðursfélagi SVFR”. Þá fengu tveir borgarstjórar Reykjavíkur, þeir Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson gullmerki á árshátíð félagsins , Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands og Ólafur Noregskonungur í lok veiðiferðar í Norðurá í júní 1961.
Þann 9. janúar 1975, lagði þáverandi varaformaður SVFR , Magnús Ólafsson, fram á stjórnarfundi, tillögu þess efnis, að stofnað skyldi Heiðursmerki SVFR, er veitt skyldi félagsmönnum, er unnið hefðu lengi og dyggilega að hagsmunamálum félagsins og einnig samstarfsaðilum, er sýnt hefðu félaginu velvilja í gegnum árin og drengilegan stuðning við málstað stangaveiðimanna. Sú hefð hefur skapast að sæma stjórnarmenn félagsins, sem látið hafa af störfum silfurmerki.
Heiðursmerkin skyldu vera tvennskonar. Silfurmerki og Gullmerki með lárviðarkrans.
Tillaga þessi var einróma samþykkt og var það álit stjórnar með veitingu þessarar viðurkenningar væri jafnframt verið að styrkja félagið í nútíð og framtíð.