Laxárdalurinn – paradís fluguveiðimannsins

Laxárdalurinn er í mikilli uppsveiflu þetta árið og er veiðin komin í 520 fiska nú þegar en þess má geta að áin endaði í 870 fiskum í fyrra.

Stórveiðimennirnir Ólafur Ragnar Garðarsson og Valgarður Ragnarsson voru við veiðar 3.-8. júní í góðum félagsskap og óhætt er að segja að þeir félagar, ásamt fríðu föruneyti, hafi gert gott mót en hollið landaði yfir 200 fiskum! Að sögn Ólafs var þetta þó frekar afslappað og aðeins veitt á 6-7 stangir og fiskur um alla á.

Tveimur dögum síðar var komið að Caddis bræðrunum Óla og Hrafni sem buðu upp á tvö samliggjandi holl, 10.-13. júní og 13.-16. júní, en Caddis hollin eru frábær leið til að upplifa dalinn og læra á ána undir handleiðslu frábærra silungsveiðimanna. Það var ekki hægt að kvarta yfir veiðinni né félagsskapnum og svo ég vitni nú orðrétt í þá bræður var “sturlað gaman”.

Undirritaður er sjálfur nýkominn úr dalnum, þar sem hann var við veiðar 16.-19. júní, en óhætt er að segja að dalurinn hafi tekið vel á móti nýjum veiðimönnum í því holli sem endaði í rúmlega 40 fiskum og töluvert líf í ánni þrátt fyrir Tenerife veður á föstudag og laugardag.

Laxárdalurinn er svo sannarlega Paradís fluguveiðimannsins og fyrir áhugasama eru ennþá til lausir dagir í Laxárdal í júní sem sjá má í vefsölu HÉR.

Ég leyfi myndunum að tala sínu máli…. njótið!

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir