Greiðsluskilmálar
Við bókun veiðileyfis telst kominn á skuldbindandi samningur við félagsmenn og aðra viðskiptavini sem ábyrgjast fulla greiðslu á veiðileyfinu.
Eindagi sölureikninga er 15 dögum eftir útgáfu þeirra. Sé ekki búið að ganga frá greiðslu eða semja um greiðsludreifingu fyrir eindaga áskilur SVFR sér rétt til að setja veiðileyfið aftur í sölu. Sé óskað eftir greiðsluskiptingu þarf að greiða 30% óendurkræft staðfestingargjald.
Stangir eru seldar í heilu lagi, þ.e.a.s. það er er gefinn út einn sölureikningur fyrir hverja stöng og það tímabil sem henni tilheyrir. Þegar tveir veiðimenn eru um stöng þurfa þeir að ákveða á hvorn veiðileyfið og sölureikningurinn er gefinn út á og skipta síðan kostnaðinum sín á milli ef þörf er á því.
Veiðileyfi þarf alltaf að greiða að fullu áður en veiði hefst. Greiðslukröfur birtast í heimabanka en einnig er hægt að greiða með greiðslukorti í gegnum vefverslun SVFR eða á skrifstofu félagsins.
Við afbókun endurgreiðast veiðileyfi sem hér segir:
- Afbókanir sem berast fyrir 1. janúar, endurgreiðsla 70%
- Afbókanir sem berast fyrir 1. febrúar, endurgreiðsla 50%
- Afbókanir sem berast á eða eftir 1. febrúar, engin endurgreiðsla
Allar afbókanir verða að berast skriflega til SVFR á netfangið [email protected] frá þeim sem gerði bókunina.
Við innheimtum 230 kr. seðilgjald til að mæta kostnaði við að birta kröfur með rafrænum hætti í heimabanka.
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Gilda frá 01.12.2020