By Árni Kristinn Skúlason

Örfréttir af svæðum SVFR

Sumarið líður hratt og laxveiðin er í fullum gír, jákvæðar fréttir eru af flestum og góðar göngur. Elliðaár Frábær veiði er í Elliðaánum og var besti dagur það sem af er sumri á þriðjudaginn þegar veiddust 28 laxar á stangirnar sex! Heildarveiðin er 441 og hafa 2384 gengið upp teljarann, núna eru stóru sjóbirtingarnir farnir …

Lesa meira Örfréttir af svæðum SVFR

By Árni Kristinn Skúlason

Fimm ótroðnar slóðir á Fjallinu í Langá

Þegar veiðimenn veiða fjallið í Langá er auðvelt að festast í Kamparí og Koteyrarstreng, enda frábærir veiðistaðir. Fjallið býður hins vegar upp á svo mikið meira og fékk Veiðimaðurinn hinn þrautreynda veiðimann Karl Lúðvíksson, eða Kalla Lú, til að benda á fimm staði sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Eftir Trausta Hafliðason Langá …

Lesa meira Fimm ótroðnar slóðir á Fjallinu í Langá

By Árni Kristinn Skúlason

Örfréttir af svæðum SVFR

Síðasta vika hefur verið viðburðarík í veiðinni, eftir miklar sveiflur í veðurfari, en að þessu sinni nýtur laxinn góðs af því. Næsta vika verður án efa spennandi því stórstreymt er á þriðjudaginn og veðurspáin góð. Hér koma nokkrir punktar um ársvæðin okkar: Elliðaár Hörkuveiði hefur verið í Elliðaánum og eru þær bókstaflega fullar af laxi …

Lesa meira Örfréttir af svæðum SVFR

By Eva María Grétarsdóttir

Maríulax hjá ungri veiðikonu í Gljúfurá

Okkur barst skemmtilegur póstur frá Jóhannesi Bergsveinssyni, sem er nýkominn úr Gljúfurá, en hann var við veiðar frá sunnudegi til þriðjudags. Eins og við var að búast var áin óveiðanleg fyrstu vaktina á sunnudeginum eftir metúrhellið í Borgarfirðinum en var fljót að taka við sér og í heildina komu sex laxar á land. Að sögn …

Lesa meira Maríulax hjá ungri veiðikonu í Gljúfurá

By SVFR ritstjórn

Laxárdalur fegurstur dala

Laxárdalurinn hefur löngum verið sveipaður dulúð en stórir silungar, stór á og mikilfenglegt landslag einkenna dalinn. Veiðin hefur verið á stöðugri uppleið síðan veiða sleppa fyrirkomulagið var tekið upp en lokatölur síðasta tímabils voru 1050 fiskar og stefnir í annað eins, ef ekki meira, í ár. Gaman er að segja frá því að kvennanefnd SVFR …

Lesa meira Laxárdalur fegurstur dala

By Árni Kristinn Skúlason

Sandá fer vel af stað

Sandá opnaði í morgun og voru veiðimenn klæddir og komnir á ról fyrir allar aldir uppfullir af spenningi og tilhlökkun, áin hefur verið að jafna sig efir síðbúnar vorleysingar og eru aðstæður til laxveiða í Þistilfirði allar að verða betri með hverjum deginum.. Baldur Hermannsson Friggi sjálfur setti í og landaði fyrsta laxinum um kl …

Lesa meira Sandá fer vel af stað