By admin

Smá stöðuuppfærsla

Undanfarna daga höfum við verið að reyna að koma vefsíðunni okkar í samt lag. Einhver minntist á að þetta ætti ekki að taka meira en 3-4 tíma en það er þá þannig ef maður er bara að gera það. Við höfum beðið um þolinmæði og fengið hana. Eins og við höfum áður sagt, það var …

Lesa meira Smá stöðuuppfærsla

By admin

Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram næstkomandi þriðjudag, 13. júní og hefst verkefnið á því að viljugir félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðrir velunnarar Elliðaánna mæta í veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00 þennan dag. Gert er ráð fyrir að hreinsun verði lokið um kl. 20.00, en þá verður boðið upp á létta hressingu við veiðihúsið …

Lesa meira Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

By admin

Það sem er framundan

Það er alveg að koma Verslunarmannahelgi og því gott að renna yfir það sem er framundan á döfinni. Byrjum á opnunartíma skrifstofu en opið er á morgum föstudag frá kl. 12:00 – 16:00 en lokað er á laugardag, sunnudag og mánudag. Skrifstofan opnar aftur kl. 8.00 á þriðjudaginn 8. ágúst. Það eru lausar stangir í …

Lesa meira Það sem er framundan

By admin

Opið hús 1. desember – Dagskrá

Jæja þá er loksins komið að því að fyrsta opna hús vetrarins verður þann 1. desember n.k. á hefðbundnum stað í Rafveituheimilinu. Dagskráin er klár og er eftirfarandi: 20:00 Húsið opnar 20:30 Páll Ingólfsson formaður Veiðifélags Straumfjarðarár kynnir ánna og sýnir myndir 21:15 Magnús frá VAKA kynnir myndavélateljara sem þeir framleiða og myndashow með. 21:45 …

Lesa meira Opið hús 1. desember – Dagskrá

By admin

Frambjóðendur 2018

Það styttist í aðalfund SVFR sem haldinn verður 24. febrúar næstkomandi. Nú á laugardaginn rann út framboðsfrestur til stjórnarkjörs og til kosningar formanns félagsins. Aðeins einn aðili sóttist eftir formannssætinu en 5 aðilar sækjast eftir sæti í stjórn félagsins og ber því að fagna að áhuginn sé svona mikill. Laus eru til kosningar 3 sæti …

Lesa meira Frambjóðendur 2018

By admin

Hörku gangur í Varmá

Það er búið að vera hörkugangur í Varmá það sem af er veiðitímabilinu. Að morgni 4. apríl, fyrir veiðitíma, var búið að bóka 68 fiska á 3 dögum. Þar af 75 cm og 85 cm fiska. Við heyrðum svo í hóp sem var við veiðar 5. apríl. Þeir mættu ekki til leiks fyrren um hádegið …

Lesa meira Hörku gangur í Varmá

By admin

Vorhátíð 9. júní

Hin árlega vorhátíð SVFR er í seinna fallinu þetta árið, enda hafa síðustu dagar og vikur ekki borið mikinn vorljóma með sér. En bjartsýnir veiðimenn sverja það að öll þessi rigning tryggi okkur veiðimönnum vatn langt fram undir ágúst. En stefnt er að því að halda vorhátíðina þann 9. júní að þessu sinni og verður …

Lesa meira Vorhátíð 9. júní

By admin

Nýr sölustjóri SVFR

Nú um mánaðarmótin tók við keflinu nýr sölustjóri SVFR. Brynjar Þór Hreggviðsson er mörgum félagsmönnum sem og veiðimönnum kunnugur, en hann hefur starfað við leiðsögn víðsvegar um land og er veiðimaður fram í fingurgóma og er því um mikinn happafeng fyrir SVFR að fá hann til starfa. Stjáni sem lætur af störfum sem sölustjóri SVFR …

Lesa meira Nýr sölustjóri SVFR

By SVFR ritstjórn

Laust í Lax um Versló

Núna þegar verslunarmannahelgin er um það bil hafin að þá er rétt að minnast á það að við eigum til skemmtileg veiðileyfi á ársvæðum okkar, eins og má sjá í vefsölu okkar HÉR . Þar sem laxveiðin er að ná hámarki þessa dagana í mörgum ám að þá er vonin mjög góð á þeim silfraða. …

Lesa meira Laust í Lax um Versló

By admin

Lokatölur úr ám SVFR

Í vertíðarlok er gaman að rýna í tölur og taka saman hvernig sumarið gekk. Af ársvæðum SVFR má segja að almennt hafi veiðin gengið vel. Í Langá var veiðin sambærileg miðað við í fyrra og yfir 5 ára meðaltali en undir 10 ára meðaltali. Þrátt fyrir að ágústmánuður hafi verið nokkuð erfiður sökum vatnsleysis og …

Lesa meira Lokatölur úr ám SVFR