Framtíðarveiðimenn í Korpu – fyrri dagur
Það var lífleg og góð stemmning í Korpu annan sunnudag aprílmánaðar þegar fyrsta veiðiferð ungmennastarfsins á árinu 2025 fór fram. Þrátt fyrir vor í lofti var kuldi og rok og aðstæður nokkuð krefjandi en ungu veiðimennirnir létu veðrið ekki á sig fá og voru svo sannarlega tilbúnir að takast á við það sem koma skyldi. …