By Ingimundur Bergsson

Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

Daginn er farið að lengja og veiðimenn farnir að huga að komandi veiðitímabili sem hefst formlega 1. apríl. Við höfum opnað vefsöluna fyrir félagsmönnum SVFR, en aðeins fyrir veiðileyfum í vorveiðina. Veiðileyfin sem hægt er að kaupa núna í vefsölunni eru fyrir eftirfarandi ársvæði: Varmá – 2. apríl til 20. október Leirvogsá vorveiði – 1. …

Lesa meira Vefsalan opnar fyrir vorveiðileyfum

By SVFR ritstjórn

Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fram fer á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar. Veiðidrottningin Helga Gísla og Ólafur Tómas „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti á staðnum! Húsið opnar klukkan 19 og eru allir velkomnir. Með kveðju, Fræðslunefndin

Lesa meira Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

By SVFR ritstjórn

Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar

Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. febrúar í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund, með skriflegum hætti eins og …

Lesa meira Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar

By SVFR ritstjórn

Gleðilegt nýtt veiðiár!

Þá er árið 2023 gengið í garð og mörgum vafalaust farið að klæja í puttana yfir komandi tímabili enda styttist óðum í opnun fyrstu ársvæðanna. Formleg niðurtalning er í það minnsta hafin og ekki nema 81 dagur þar til vorveiðin hefst í Korpu, Leirvogsá og Varmá þann 1. apríl nk. Eins og við er að …

Lesa meira Gleðilegt nýtt veiðiár!

By SVFR ritstjórn

Gleðilega hátíð

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og fengsæls komandi árs. Þökkum samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða. Yfir hátíðarnar verður skrifstofan lokuð á Þorláksmessu, annan í jólum sem og föstudaginn 30. desember.

Lesa meira Gleðilega hátíð

By Sigurþór Gunnlaugsson

Úthlutun 2023 – umsóknarfrestur framlengdur

Úthlutun 2023 fór af stað 7. desember sl. og hefur metfjöldi umsókna borist. Fyrir þá félagsmenn sem ekki hafa fundið sér stund í önnum dagsins til að skrá umsókn(ir) hefur stjórn félagsins ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til miðnættis 21. desember nk. Við hvetjum félagsmenn eindregið til að finna sér stund milli stríða, fyrr en seinna …

Lesa meira Úthlutun 2023 – umsóknarfrestur framlengdur

By SVFR ritstjórn

Úthlutun í fullum gangi!

Úthlutun fyrir 2023 hófst með látum 7. desember sl. og er enn í fullum gangi. Mikill fjöldi umsókna hefur borist nú þegar og á sama tíma hafa margir nýir félagsmenn bæst í hópinn og bjóðum við þá velkomna í klúbbinn. Þó enn sé nægur tími til stefnu hvetjum við félagsmenn eindregið til að finna sér …

Lesa meira Úthlutun í fullum gangi!

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingakvöld 29. nóvember

Næsta hnýtingakvöld er þriðjudaginn 29. nóvember milli 19:30-22 í höfuðstöðvum SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Gert er ráð fyrir að hnýtarar mæti með sínar græjur til að hnýta sínar tröllafiskaflugur. Moppuflugan verður væntanlega á dagskrá fyrir þá sem vilja læra að hnýta hana. Skráning fer fram hér:  https://fb.me/e/2loLKDfq2 Með kveðju, Helga Gísladóttir, viðburðarstjóri SVFR

Lesa meira Hnýtingakvöld 29. nóvember