By SVFR ritstjórn

Langá komin yfir 1000 laxa

Langá hefur verið á ágætis róli síðustu daga en þúsundasti laxinn kom á land seinnipartinn í gær. Þessi fallega hrygna tók svartan Frances micro cone í veiðistaðnum Langasjó, veiðimaðurinn er Guðmundur Jörundsson. Í fyrra voru lokatölur 832 laxar þannig það er góð bæting í veiðinni í ár, veitt er í Langá til 25. september og munu …

Lesa meira Langá komin yfir 1000 laxa

By SVFR ritstjórn

Ný stjórn kvennanefndar

Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september. Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. Við hvetjum áhugasama …

Lesa meira Ný stjórn kvennanefndar

By SVFR ritstjórn

Veiðitölur og fréttir

Veiðin á svæðum SVFR hefur verið með ágætu móti í ár, veðurfar hefur verið mörgum svæðum gott en það hefur ekki verið skortur á rigningu eins og allir vita. Hér förum við létt yfir stöðuna í ánum. Andakílsá – Uppseld Ein eftirsóttasta áin hefur staðið fyrir sínu, veiðin er rólegri en síðustu ár en hefur …

Lesa meira Veiðitölur og fréttir

Hilmir Víglundsson með vænan lax sem tók á Fossbrotinu.
By Ingimundur Bergsson

Sandá hrokkin í gang!

Sandá í Þistilfirði er aldeilis hrokkin í gang en í gær var búið að bóka 86 fiska. Síðasta holl var með 23 fiska og hollið þar á undan með 28 fiska. Uppistaðan í veiðinni eru stórfiskar en nokkrir um og yfir 90 cm hafa veiðst þar síðustu daga. Á myndinni sem fylgir fréttinni er Hilmir …

Lesa meira Sandá hrokkin í gang!

By Árni Kristinn Skúlason

101cm hrygna úr Haukadalsá!

Það er ekki á hverjum degi sem 101cm lax veiðist hér á landi og hvað þá svo stór hrygna. Það var Lovísa Sigurðardóttir sem veiddi laxinn síðasta föstudag á lítinn sunray í veiðistaðnum Blóta. Hrygnan stóra lét mikið fyrir sér hafa og gaf ekkert eftir, en eftir langa baráttu kom hún í land og mældist …

Lesa meira 101cm hrygna úr Haukadalsá!

By Ingimundur Bergsson

Góður gangur í Gljúfurá!

Gljúfurá í Borgarfirði er í toppmálum þessa dagana.  Það er kjörvatn í ánni og laxinn er vel dreifður um ána.  Veiðin er að skiptast nokkuð jafnt á flugu og maðk og greinilegt að laxinn er í miklu tökustuði.  Hollið sem lauk veiðum í gær endaði með 17 laxa, tvo sjóbirtinga,  eina bleikju og eina flundru.  …

Lesa meira Góður gangur í Gljúfurá!