Veiðireglur – almennt

Auk þessara almennu veiðreglna ber veiðimönnum að kynna sér sérreglur fyrir þær ár er þeir veiða í. Brot á reglum varðar refsingu skv. lögum SVFR og skv. landslögum þar sem við á.

  • Veiðileyfi skal bera á sér við veiðarnar, sýna veiðiverði sé þess óskað og getur veiðivörðurinn vísað þeim frá sem ekki hafa leyfi meðferðis. Veiðiverðir hafa heimild til að skoða veiðafæri og afla.
  • Heimilt er í öllum ám félagsins að tveir veiðimenn séu um stöng en þeim er skylt að vera saman á veiðistað.
  • Þar sem einungis er veitt á flugu er eingöngu heimilt að að nota til þess þar til gerðar fluguveiðistangir, flugulínur og fluguhjól.
  • Ef veiðimenn, sem eru tveir um stöng, veiða báðir samtímis eða nota ólöglegt agn, varðar það brottrekstur beggja úr ánni þegar í stað, bótalaust, upptöku afla og frekari refsingu eftir því sem við á.
  • Þegar í boði er sjálfsmennska í veiðihúsum getur SVFR ekki ábyrgst að allur búnaður sé til staðar. Vinsamlegast hafið hreinlætisvörur, matvæli og sængurföt meðferðis.
  • Fleygið ekki rusli í árnar, á árbakkana eða á víðavangi. Hlífið gróðri og valdið ekki jarðraski. Akið ekki yfir ræktað land. Lokið hliðum. Gangið vel um veiðihús og umhverfi þeirra. Ræstið veiðihúsin vandlega áður en heim er haldið og takið allt rusl með ykkur.
  • Skylt er að skrá veiði í veiðibækur í lok hvers veiðidags og skal skráningin yfirfarin fyrir brottför.
  • Takið hreistursýni þar sem því er viðkomið.
  • Munið að skrá veiði í veiðibækur fyrir brottför.

Strekktar línur!