Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í upplýsingakerfum sínum. SVFR leggur ríka áherslu á að tryggja, trúnað, áreiðanleika og örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Því höfum við sett upp margvíslegar varnir um gögnin okkar og vinnslu og utanumhald þeirra.

Hvaða gögn?

Um er að ræða persónugreinanlegar upplýsingar um félagsmenn SVFR og aðra viðskiptavini.

Heimildir

SVFR vistar og vinnur  eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma.

Hvaða notkun?

Gögn og upplýsingar sem SVFR geymir í upplýsingakerfum sínum, eru einungis notuð til að félagið geti sinnt hlutverki sínu á sem bestan máta og þjónustað og stutt félagsmenn og aðra viðskiptavini sína eins og frekast er kostur. SVFR mun aldrei dreifa persónuupplýsingum til þriðja aðila án heimildar.

Varnir

Öll gögn og vinnslur eru varin þannig að einungis þeir sem heimildir hafa til að vinna með gögnin, sjá þau og/eða breyta, geta framkvæmt slíkar aðgerðir, aðrir geta ekki skoðað gögnin.

Afritun

Öll gögn hjá SVFR eru afrituð til að tryggja að þau séu ætíð til staðar, eldri gögnum er þó eytt í samræmi við bókhaldslög og gagnastefnu fyrirtækisins.

Réttleiki

SVFR leitast ætíð við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar.

Réttur einstaklinga til upplýsinga um vinnslu og aðgangs að eigin persónuupplýsingum

SVFR veitir öllum viðskiptavinum sem eru á skrá hjá félaginu og eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem félagið vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn.

Tekið er við beiðnum félagsmanna og viðskiptavina og þær settar í farveg þannig að unnt sé að svara þeim innan ásættanlegs frests.