Starfsfólk SVFR

Framkvæmdastjóri

Sigurþór Gunnlaugsson

Sigurþór hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu í byrjun júní 2019. Sigurþór hefur mikla reynlsu af rekstri, verkferla- og fjárhagsáætlanagerð og kostnaðareftirliti. Hann starfaði m.a. áður sem markaðsstjóri Kringlunnar og síðar stjórnandi hjá Air Atlanta Icelandic, ma.a. stöðvarstjóri í Bretlandi og Indlandi, og yfirmaður á flugrekstrarsviði, útstöðva og ferða.

Skrifstofustjóri

Ingimundur Bergsson

Ingimundur hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu 2018, en hann er flestum veiðimönnum kunnugur sem aðal maðurinn á bakvið Veiðikortið sem hann hefur starfrækt til fjölda ára. Ingimundur kemur til að byrja með inn til SVFR í hálft starf og verður því að hjálpa veiðimönnum SVFR samhliða þeim veiðimönnum sem eru með Veiðikortið í farteskinu fyrir sumarið. Ingimundur er gífurlega vel að sér í silungaveiði og er sérlegur sérfræðingur SVFR í þeim málum.

Sölu- og þjónusturáðgjafi

Árni Kristinn Skúlason

Árni hefur verið með veiði á heilanum síðan hann var barn, hann veiðir um 100 daga á ári og fær bókstaflega aldrei nóg. Síðustu ár hefur Árni unnið sem leiðsögumaður í lax og silungsveiði um allt land en einnig hefur hann unnið sem verlsunarstjóri í veiðibúð. Fjölmargir þekkja Árna frá samfélagsmiðlum en hann er afar iðinn veiðimaður sem vill auka upplýsingaflæði til veiðimanna, enda sér hann um það hjá SVFR.