Starfsfólk SVFR

Ingimundur Bergsson
Ingimundur hóf störf hjá Stangaveiðifélaginu 2018, en hann er flestum veiðimönnum kunnugur sem aðal maðurinn á bakvið Veiðikortið sem hann hefur starfrækt til fjölda ára.

Eva María Grétarsdóttir
Eva hóf störf hjá SVFR árið 2021 og orðin öllum hnútum kunnug á skrifstofunni. Veiðiáhugi hennar fer vaxandi en hún fékk maríulaxinn sinn í Langá í fyrrasumar og eins og myndin sýnir þá leynir gleðin sér ekki! Netfang: [email protected]

Hjörleifur Steinarsson
Hjörleifur hóf störf hjá Svfr 2023 en hann hefur mikla reynslu sem veiðimaður og leiðsögumaður í gegnum árin. Netfang: [email protected]
Sigurður Sveinbjörn Tómasson
Sigurð þekkja veiðimenn sem hafa stundað Elliðaárnar en hann var veiðivörður við árnar síðasta sumar. Hann mun starfa á skrifstofu SVFR fram að sumri., Siggi mun svo sjá um veiðivörslu í Elliðaánum næsta sumar.Netfang: [email protected]