Mikilvægt er að nota rétt handtök á öllum stigum ef sleppa á fiski. Æskilegt er að nota fremur smáa, agnhaldslausa króka eða klemma niður agnhöld og forðast að nota þríkrækjur því að þær geta valdið óþarfa skaða. Þó mælir ekkert á móti því að fiski, sem veiddur er á maðk eða spæni, sé sleppt ef tálkn eru ósködduð og ekki blæðir úr honum.

Best er að þreyta fisk sem minnst og ef háfur er notaður er æskilegt að hann sé gerður með hnútalausu neti. Gróf net með hnútum geta valdið skaða á augum, tálknum, uggum, slímhúð og valdið hreisturslosi. Ávallt skal forðast að taka fisk upp úr vatni en ef taka á mynd er æskilegt að fiskurinn sé sem stysta stund ofan yfirborðsins.

Hafa ber í huga að nýgenginn fiskur er viðkvæmari en leginn og ber að meðhöndla hann samkvæmt því.

Í stað þess að vigta fisk, sem á að sleppa, er mælst til að lengd hans sé mæld frá trjónu að miðri sporðblöðku. Auðvelt er að áætla þyngd út frá lengd.

Forðast ber að nota hanska eða önnur efni til að ná góðu gripi á fiski og aldrei má sporðtaka fisk sem á að sleppa.

Ef einhverra hluta vegna þarf að taka fisk og flytja er ráðlegast að halda um stirtlu með annarri hendi og undir kvið hans með hinni.

Best er að nota töng eða þar til gert áhald til að fjarlægja krók úr fiski og æskilegt að gera það án þess að taka hann upp úr vatninu. Ef aðstæður eru erfiðar má auðvelda verkið með því að klippa í sundur línuna. Það skaðar ekki fiskinn þótt krókurinn/flugan verði eftir í honum. Þegar fiski er sleppt er mikilvægt að halda hausnum á honum í straumstefnu og gefa honum góðan tíma til að jafna sig áður en hann syndir burt.

Ef blæðir úr tálknum á fiski eða hann skaddast illa í meðhöndlun er ekki ráðlegt að sleppa honum.

Lengd (cm)Þyngd (kg)Lengd (cm)Þyngd (kg)Lengd (cm)Þyngd (kg)
400,7653907,4
410,8663,1917,7
420,9673,2927,9
430,9683,4938,1
441693,5948,4
451703,6958,7
461,1713,8968,9
471,2724979,2
481,3734,1989,4
491,3744,3999,7
501,4754,410010
511,5764,610110,3
521,6774,810210,6
531,778510310,9
541,8795,110411,2
551,8805,310511,5
561,9815,510611,8
572825,710712,1
582,1835,910812,4
592,2846,110912,8
602,4856,311013,1
612,5866,511113,4
622,6876,711213,8
632,788711314,1
642,8897,211414,5