Velkomin(n) í skemmtilegt félagsstarf. SVFR er félagsskapur veiðimanna af öllum stærðum og gerðum. Áherslan í félagsstarfinu er að hafa gagn og gaman af starfinu í skemmtilegum félagsskap.

Stangaveiði er skemmtileg og fjölskylduvæn íþrótt fyrir alla. Hjá okkur áttu möguleika á að starfa með og læra af skemmtilegum og fjölbreyttum hópi fólks. Í boði er gefandi félagsstarf ásamt veiðileyfum á félagsverði í fjölbreyttum ám og vötnum. Raunar er úrvalið svo mikið að enginn einn aðili annar á landinu býður upp á jafn fjölbreytta valkosti eins og SVFR. Félagið býður býður einnig upp á öflugt fræðslustarf og í gegnum barna- og unglingastarfið hafa ótal margir veiðimenn stigið sín fyrstu skref í veiðinni.

Ávinningurinn á því að gerast félagi er m.a.:

  • Taka þátt í skemmtilegu og uppbyggilegu félagsstarfi
  • Þú getur keypt hagstæð veiðileyfi á félagsverði í fjölmörgum lax- og silungsveiðiám
  • Þér stendur til boða að taka þátt í forgangsútlutun veiðileyfa í Elliðaánum og öðrum ársvæðum
  • Átt möguleika á að kaupa Veiðikortið með félagsafslætti
  • Færð fría áskrift að Veiðimanninn sem kemur út tvisvar sinnum út á ári, í maí og desember.
  • Aðgangur að skemmti- og kynningarkvöldum félagsins

Félagsgjald almennt: fyrir alla á aldrinum 20 – 66 ára
Félagsgjald yngri en 20 ára: fyrir alla 19 ára og yngri.
Félagsgjald maka: fyrir alla maka félaga sem greiða almennt félagsgjald
Félagsgjald 67 ára og eldri: fyrir alla 67 ára og eldri.

Inntöku- og félagsgjöld 2022 / Félagsárið er frá 1. nóvember til 31. október ár hvert.

Inntökugjald greiðist fyrsta árið við skráningu og síðan er greitt félagsgjald.

Inntökugjöld  
Almennt27.800.-Setja krfu
Yngri en 20 ára10.800.-Setja krfu
67 ára og eldri10.800.-Setja krfu
Maka10.800.-Setja krfu
Félagsgjöld 
Almennt13.900.-
Yngri en 20 ára5.400.-
67 ára og eldri5.400.-
Maka5.400.-