Góð opnun í Sandánni

Sandá í Þistilfirði opnaði síðastliðinn laugardag, þann 24. júní, og var það vaskur hópur veiðimanna sem reið á vaðið.

Gefum Eiði Péturssyni árnefndarformanni orðið:

“Opnunarhollið í Sandá endaði á sjö lönduðum löxum, allt vel haldnir tveggja ára fiskar.  Nokkrir misstir fiskar og m.a. tveir í alvöru Sandárstærð sem slitu sig frá flugum veiðimanna eftir ramma baráttu og komnir langt niður á undirlínu”.

Mjög góð opnun í Sandánni sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið en það fer hver að verða síðastur til að tryggja sér veiðidaga í þessari æðislegu á því einungis tvö holl eru eftir í vefsölu. Hollin sem um ræðir eru 13.-16. sept og 19.-22. sept, sjá nánar HÉR.

Þá er gaman að segja frá því að núna er hægt að fylgjast með veiðibókinni á Angling IQ sem mun klárlega auka upplifun veiðimanna og hjálpa til við undirbúning veiðitúra.

By SVFR ritstjórn Fréttir