By admin

Smá stöðuuppfærsla

Undanfarna daga höfum við verið að reyna að koma vefsíðunni okkar í samt lag. Einhver minntist á að þetta ætti ekki að taka meira en 3-4 tíma en það er þá þannig ef maður er bara að gera það. Við höfum beðið um þolinmæði og fengið hana. Eins og við höfum áður sagt, það var …

Read more Smá stöðuuppfærsla

By admin

Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram næstkomandi þriðjudag, 13. júní og hefst verkefnið á því að viljugir félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðrir velunnarar Elliðaánna mæta í veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00 þennan dag. Gert er ráð fyrir að hreinsun verði lokið um kl. 20.00, en þá verður boðið upp á létta hressingu við veiðihúsið …

Read more Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

By admin

Staðan í ánum og síðustu lausu leyfin

Nú rétt í þessu fór út fjölpóstur á alla félagsmenn okkar um síðustu lausu laxveiðileyfin. Í þeirri upptalningu var ekki gert grein fyrir lausum leyfum í Korpu en við bendum áhugasömum á að hægt er að skoða laus leyfi í Korpunni hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/korp/ Hægt er að skoða póstinn sem við sendum hér: Síðustu lausu laxveiðileyfin! Í …

Read more Staðan í ánum og síðustu lausu leyfin

By admin

Vefsalan opin

Þá er loksins komið að því að vefsalan er opin. Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði svona fyrstu dagana því það er viðbúið að mögulega séu einhverjar villur að finna en við munum að sjálfsögðu fara yfir þetta allt saman og laga eins fljótt og hægt er. Séu einhverjar athugasemdir óskum við eftir því …

Read more Vefsalan opin

By admin

Veiðisumarið hefst í Elliðavatni Sumardaginn fyrsta

Skrifstofu SVFR var að berast eftirfarandi orðsending frá Veiðikortinu: Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri – sumir að stíga sín fyrstu skref í áttina að fangi veiðigyðjunnar, en aðrir eru komnir á lokasprettinn – en eru samt ævinlega …

Read more Veiðisumarið hefst í Elliðavatni Sumardaginn fyrsta

By admin

Hreinsun Elliðaánna

Hreinsun Elliðaánna var nú í gær þriðjudaginn 12. júní og var vel mætt, um 20 manns mættu og tóku til hendinni við árnar og gerðu þær klárar fyrir komandi laxveiðitímabil. Það kennir ýmissa grasa þegar farið er ofan í árnar og týnt til það sem kallast kannski ekki almennt sorp, en til að mynda þá …

Read more Hreinsun Elliðaánna

By admin

Grjótá og Tálmi

Við viljum beina þeim tilmælum til veiðimanna sem eru að fara að veiða í Grjótá og Tálma þessi misserin að sýna aðgát við árbakkann. Nýji farvegur Hítarár rennur í Tálmann og hefur því vatnsmagn í Tálma snarlega hækkað og er farið að grafa úr bökkum ársvæðisins. Við biðlum því til veiðimanna að fara varlega við …

Read more Grjótá og Tálmi

By admin

Forsala á veiðisvæðum SVFR

Forsala á veiðisvæðum SVFR fyrir 2019 Nú fara ársvæði SVFR að loka eitt af öðru og því ekki úr vegi að fara að huga að veiðisumrinu 2019. Að þessu sinni verða 7 svæði í boði í forsölu, en forsalan er jafnt fyrir félagsmenn SVFR sem og utanfélagsmenn. Þær ár og tímabil sem í boði eru: Laxá í Laxárdal – allt tímabilið …

Read more Forsala á veiðisvæðum SVFR