Forsala veiðileyfa - fyrirkomulag
Forsala veiðileyfa hefst að hausti ár hvert og til sölu eru ákveðin tímabil á ákveðnum veiðisvæðum. Hvaða tímabil og hvaða veiðisvæði um ræðir er ákveðið á hverju ári og auglýst sérstaklega. Fyrst er auglýst með tölvupósti til félagsmanna sem skráðir eru á póstlista félagsins en svo er auglýst með frétt á heimasíðu og að lokum tölvupósti á almennan póstlista. Öllum er frjálst að sækja um veiðileyfi í forsölu.
Forsalan fer þannig fram að hægt er að panta ákveðna daga með því að senda tölvupóst til félagsins. Félagsmenn hafa forgang en þó gildir sú regla að forkaupsréttur er á sama holli að ári liðnu. Þannig að ef hópur veiddi heilt holl eitt árið á sami hópur forkaupsrétt að því holli að ári liðnu. Svo framarlega sem hópurinn hafi ekki orðið uppvís að neinu misjöfnu. SVFR áskilur sér þann rétt að selja eða hafna hverjum sem er.
Alltaf er hægt að kaupa veiðileyfi í forsölu svo framarlega sem veiðileyfin eru á lausu. Að almennri félagsúthlutun lokinni verða umfram veiðileyfi úr forsölu sem og úthlutun seld á opnum markaði á vefsölu félagsins.