Langá að lifna við.

Töluverð batamerki eru farin að sjást í veiðinni í Langá, hollið sem er við veiðar núna hefur verið að sjá nýjan lax á hverri vakt.

Að sögn Kalla Lú leiðsögumanns sem er við leiðsögn í Langá þá veiddist einn lúsugur 91 cm í morgun og töluvert líf í ánni.

Það eru að koma 10-15 laxar á vakt landaðir og örugglega 20-30 laxar misstir sagði Kalli í samtali rétt áðan, nú ætti vonandi að fara að rætast úr veðrinu aftur og kuldakastið að réna.

Besti tíminn í Langá framundan, minnum á að enn eru lausar 2 stangir 18-21.7 og nokkrar stangir 24-27.7. Svo er einstakt tækifæri til að prófa Langána 29-30.7. Þá er hægt að kaupa einn dag, seinnipart 29. og fyrripart 30. Tilvalið að bjóða betri helmingnum í laxveiði, njóta náttúrunnar og veislumatsins hjá Hafliða Halldórssyni meistarakokki.

Langá lausar stangir: Vefsala – SVFR

 

By Hjörleifur Steinarsson Fréttir