Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur

Í stjórn SVFR sitja sjö stjórnarmenn hverju sinni. Formaður stjórnar er kosinn til eins árs á aðalfundi félagsins. Aðalfundur hefur æðsta úrskurðunarvald í málefnum félagsins en þar er einnig kosið um þrjú sæti stjórnarmanna hverju sinni. Aðrir stjórnarmenn en formaður eru kjörnir til tveggja ára. Ný stjórn skiptir með sér störfum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

Viljirðu hafa samband við stjórn SVFR, sendu tölvupóst á [email protected]

Formaður

Ragnheiður Thorsteinsson

Ragga eins og hún er oftast kölluð, kom inn í stjórn eftir aðalfund 2019, eftir 2ja ára fjarveru. Ragga sat í stjórn félagsins frá 2011 til 2017 og hefur þar á undan setið í skemmtinefnd félagsins. Hennar heimavöllur er Langáin, þar sem hún veiðir flesta undir borðið.

Meðstjórnandi

Brynja Gunnarsdóttir

Brynja kom ný inn í stjórn SVFR 2023. Hún hefur starfað fyrir félagið bæði í skemmtinefnd og fulltrúaráði.

Meðstjórnandi

Dögg Hjaltalín

Dögg kom ný inn í stjórn SVFR 2023. Hún þekkir þó vel til félagsins og veitt á flestum ársvæðum félagsins.

Meðstjórnandi

Halldór Jörgensson

Gjaldkeri

Helga Jónsdóttir

Helga Jónsdóttir er viðskiptafræðingur og starfa við Innra eftirlit hjá Högum. Auk veiðinnar stunda ég golf, skíði og raun alla útivist en stefnan er tekin á hálfan Járnkall (e. Iron Man) á Ítalíu í haust. Veiðiáhuginn fer vaxandi og draumurinn um að vera sjálfstæð veiðikona færist nær. Mín uppáhaldsveiðiá er Langá. Ég tek áskorunum fagnandi og hugsa í lausnum.

Varaformaður

Hrannar Pétursson

Hrannar er fæddur og uppalinn á Húsavík og veiðimaður fram í fingurgóma eftir að hafa orðið veiðidellunni að bráð fyrir margt löngu síðan. Hann býr yfir gífurlegri reynslu af markaðs- og kynningarstarfi og hefur brennandi áhuga á að byggja á grunngildum SVFR og félagsmönnum til framtíðar með það að leiðarljósi að efla félagsstarf SVFR.

Ritari stjórnar

Trausti Hafliðason

Trausti bjó í Mosfellssveit á fyrstu árum ævinnar en flutti ungur til Reykjavíkur. Veiðibakterían gerði fyrst vart við sig þegar hann var í sveit í Mývatnssveit á níunda áratugnum. Trausti hefur í gegnum árin verið virkur í félagsstarfi Stangaveiðifélagsins. Hefur hann meðal annars setið í árnefnd Langár í 8-9 ár og verið í ritnefnd Veiðimannsins í sex ár. Langá og Haukadalsá eru í sérstöku uppáhaldi hjá Trausta, sem hefur starfað í blaðamennsku í rúma tvo áratugi og er í dag ritstjóri Viðskiptablaðsins.