Flott skot í Haukadalsá
Veiðimenn sem voru við Haukadalsá núna fyrir tveimur dögum fengu fínt skot. Flott vatn var í ánni að sögn veiðimanna þar sem að það rigndi vel inn á dal og til fjalla. Veðurskilyrði voru hávaðarok og úrkoma. Náðu þeir félagar að landa 18 löxum á þessum tveimur dögum og verður það að teljast ágætis skot. …