By SVFR ritstjórn

Svakalegar laxagöngur í Elliðaárnar

Víða hefur laxgengd verið undir væntingum veiðimanna, sem margir barma sér yfir fiskleysi. Í Elliðaánum er málum þó öðruvísi farið, því svakalegar göngur hafa verið í árnar undanfarna daga. Þegar þetta er skrifað hafa 1.080 laxar farið um teljarann frá miðnætti aðfararnótt laugardags, þar af 630 í gær og fyrradag! Samhliða hefur veiðin tekið við …

Lesa meira Svakalegar laxagöngur í Elliðaárnar

By Eva María Grétarsdóttir

Gleði og glampandi sólskin í Elliðaánum

Fyrsti ungmennadagur sumarsins fór fram í blíðskaparveðri síðastliðinn sunnudag, 6. júlí, en það virðist vera orðin hefð fyrir glampandi sólskini þegar unga kynslóðin fær sviðsljósið í Elliðaánum. Sem betur fer eru krakkarnir lítið að spá í hinu fullkomna veiðiveðri, þarna eru þau einfaldlega mætt til að gera sitt besta, skemmta sér og reyna að krækja …

Lesa meira Gleði og glampandi sólskin í Elliðaánum

By Hjörleifur Steinarsson

Veiðifréttir vikunnar

Góðan daginn. Nú eru allflestar ár félagsins búnar að opna og óhætt að segja að veiðin sé talsvert undir væntingum. Langá er komin í 29 laxa frá opnun,rólegt en samt eru menn að sjá slatta af fiski á svæðinu. Til að mynda gengu 47 laxar í gegnum teljara í gær og við bindum vonir við …

Lesa meira Veiðifréttir vikunnar

By Eva María Grétarsdóttir

Elliðaár – breyttur tími á síðdegisvakt

Tekin hefur verið ákvörðun um að breyta veiðitímanum á síðdegisvaktinni í Elliðaánum. Framvegis verður veitt frá klukkan 16:00-22:00 og tekur nýja fyrirkomulagið gildi á laugardaginn – 5. júlí. Þetta á þó eingöngu við um tímabilið 20. júní til 15. ágúst. Eftir 15. ágúst er veiðitíminn sá sami og hann hefur verið eða 15:00-21:00. Sem fyrr …

Lesa meira Elliðaár – breyttur tími á síðdegisvakt

By Ingimundur Bergsson

Miðá í Dölum áfram hjá SVFR – Nýr samningur undirritaður

Í gær var undirritaður nýr samningur milli Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) og Fiskræktar- og veiðifélags Miðdæla um áframhaldandi samstarf um Miðá í Dölum. Undirritunin fór fram í veiðihúsinu við ána og voru það Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR, og Skúli Hreinn Guðbjörnsson, formaður veiðifélagsins, sem skrifuðu undir fyrir hönd félaganna. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðgengi félagsmanna SVFR að …

Lesa meira Miðá í Dölum áfram hjá SVFR – Nýr samningur undirritaður

By Ingimundur Bergsson

Opnun Elliðánna 2025

Opnun Elliðaánna fer fram á morgun, föstudaginn 20. júní, klukkan 08:00. Veiðimenn hittast við veiðihúsið í Elliðaárdal þar sem Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR, lýsir formlega yfir opnun ánna og býður Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóranum í Reykjavík, að ganga til veiða. Þetta verður í 86. skipti sem árnar eru opnaðar fyrir veiði undir merkjum SVFR, en …

Lesa meira Opnun Elliðánna 2025

By SVFR ritstjórn

Sumarblað Veiðimannsins

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda. Greint er frá skýrslu stjórnar SVFR þar sem farið er skilmerkilega yfir veiðisvæði á vegum félagsins, sem og fjárhagsstöðuna en fjórða árið í röð er eiginfjárstaða félagsins að styrkjast. Rætt er við Ragnar Snorra Pétursson, …

Lesa meira Sumarblað Veiðimannsins

By Eva María Grétarsdóttir

Veiðin er hafin í Langá

Langá á Mýrum opnaði í morgun og markaði þar með upphaf laxveiðitímabilsins 2025 hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Frábært vatn er í ánni og veður milt og gott. Kjöraðstæður myndu einhverjir segja enda var fyrsti laxinn, sem við höfum fengið veður af, kominn á land korter fyrir átta í Glannabroti. Falleg 66 cm. hrygna sem tók litla …

Lesa meira Veiðin er hafin í Langá