By Ingvi Örn Ingvason

Minning: Þorleifur Kamban Þrastarson

Í dag, föstudaginn 28. nóvember, kveðjum við Þorleif Kamban Þrastarson, félaga í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til áratuga. Þorleifur ólst upp við bakka Elliðaánna og var þeim tengdur frá fyrstu skrefum. Þar lærði hann að kasta, þekkja strauma, lesa náttúruna og þar kviknaði ástríða sem fylgdi honum alla ævi. Þorleifur, eða Tolli, eins og hann var alltaf …

Lesa meira Minning: Þorleifur Kamban Þrastarson

By Ingvi Örn Ingvason

Breytt úthlutun í Elliðaánum – fleiri og fjölbreyttari barnadagar og aukin veiðivarsla.

Undirbúningur vegna næsta veiðisumars er í fullum gangi á skrifstofu SVFR, þar sem ýmis verkefni eru á dagskrá. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum vegur þar þyngst, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í fjölda umsókna og færri komist að en vildu. Í sumum tilvikum hefur fjöldi umsókna um tilteknar vaktir verið tífalt meiri en …

Lesa meira Breytt úthlutun í Elliðaánum – fleiri og fjölbreyttari barnadagar og aukin veiðivarsla.

By Ingvi Örn Ingvason

Neyðarkallinn 2025 afhentur á bökkum Elliðaánna

Elliðaárnar léku stórt hlutverk þegar Neyðarkallinn 2025 var formlega afhentur Forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, nú á dögunum. Athöfnin fór fram fyrir ofan veiðistaðinn Hraunið þar sem vaskur hópur straumvatnsbjörgunarmanna ferjaði Neyðarkallinn yfir ánna og færði Forsetanum, og Birni eiginmanni hennar, í táknrænni athöfn í þessu fallega umhverfi í hjarta Reykjavíkur. Forsetinn ítrekaði mikilvægi sjálfboðastarfs …

Lesa meira Neyðarkallinn 2025 afhentur á bökkum Elliðaánna

By Ingvi Örn Ingvason

Flekkudalsá áfram hjá SVFR

Nýr samstarfssamningur um vatnasvæði Flekkudalsár milli Veiðifélags Fellsstrandar og Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) var undirritaður á dögunum og gildir út veiðisumarið 2029. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðgang félagsmanna SVFR að einni eftirsóknarverðustu sjálfsmennskuám á Vesturlandi. Flekkudalsá, eða Flekkan eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið í umsjón SVFR síðan árið 2020 og hefur notið mikilla vinsælda …

Lesa meira Flekkudalsá áfram hjá SVFR

By Eva María Grétarsdóttir

Haustfagnaður SVFR

Það verður öllu tjaldað til föstudagskvöldið 7. nóvember þegar blásið verður til haustfagnaðar félagsins. Herlegheitin fara fram í veislusal Þróttar í Laugardal og opnar húsið klukkan 19:00.  👉 Sprelligosinn Ási Guðna stýrir fjörinu og kemur öllum í gott skap. 👉 Trúbadorinn Orri Sveinn mætir með gítarinn og heldur partýinu gangandi. 👉 Viðurkenningar fyrir stærstu laxa tímabilsins. …

Lesa meira Haustfagnaður SVFR

By Ingimundur Bergsson

Ingvi Örn ráðinn til SVFR

Ingvi Örn ráðinn til SVFR. SVFR fagnar því að Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn á skrifstofu félagsins og mun hefja störf í vikunni. Ingvi mun sinna markaðsmálum, sölu og þjónustu og bætist þar með í öflugt teymi starfsmanna félagsins. Hann hefur víðtæka reynslu af sölu- og markaðsstörfum og hefur starfað hjá Skeljungi, Bílaumboðinu Öskju …

Lesa meira Ingvi Örn ráðinn til SVFR

By Ingimundur Bergsson

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

Hnýtingarkeppni Veiðimannsins Veiðimaðurinn efnir til fluguhnýtingarkeppni í tilefni af 85 ára afmæli ritsins. Verður vinningsflugunum gert hátt undir höfði í jólablaði Veiðimannsins. Keppt er í flokki laxa- og silungaflugna og veitt verða verðlaun fyrir tvö efstu sætin í hvorum flokki. Vinningshafar fá 35 þúsund króna inneign upp í veiðileyfi hjá SVFR og 2. sætið fær …

Lesa meira Hnýtingarkeppni Veiðimannsins

By SVFR ritstjórn

Veiðitímabilið 2025 á enda

Þá er veiðitímabilinu formlega lokið í öllum ám félagsins. Síðasta föstudag birtum við samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan og nú er komið að því að rýna í tölur í fleiri ársvæðum. Laugardalsá kom sterk inn á köflum í sumar og ekki hafa verið fleiri göngur skráðar síðan teljarinn var settur niður árið 2018. Veiðimenn nutu …

Lesa meira Veiðitímabilið 2025 á enda

By Hjörleifur Steinarsson

Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.

Góðan daginn. Nú er tímabilinu lokið á urriðasvæðum SVFR Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal, þá er tímabært að taka smá yfirreið yfir veiðitölur og sumarið. Mývatnssveitin endaði í 2678 urriðum í ár miðað við 3843 í fyrra. Munar 1165 fiskum, veiðin var erfiðari í ár og margir þættir sem spiluðu þar inn í. …

Lesa meira Uppgjör sumarsins og samantekt frá urriðasvæðunum fyrir norðan.