Svakalegar laxagöngur í Elliðaárnar
Víða hefur laxgengd verið undir væntingum veiðimanna, sem margir barma sér yfir fiskleysi. Í Elliðaánum er málum þó öðruvísi farið, því svakalegar göngur hafa verið í árnar undanfarna daga. Þegar þetta er skrifað hafa 1.080 laxar farið um teljarann frá miðnætti aðfararnótt laugardags, þar af 630 í gær og fyrradag! Samhliða hefur veiðin tekið við …