Vorveiðin í Elliðaánum hófst í morgun. Steinar Karl Kristjánsson hóf veiðar ásamt dóttur sinni Ísabellu Lív sem er 12 ára. Það var kalt í morgun eða um 3 gráður. Eftir rúman klukkutíma voru þau búin að fá einn fallegan urriða sem var 48 cm og 1,5 kg. Með hækkandi hita mætti ætla að líf glæðist enn frekar. Urriðinn er í nægri fæði eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan.
Við kíktum á Steinar Karl og Ísabellu Lív í morgun.
Vel haldinn urriði síðan í morgun sem vóg 1,5 kg.
Ekki hægt að segja að þessum urriða hafi liðið skort!
Með veiðikveðju,
SVFR