Þær stöllur Dögg Hjaltalín og Sandra Morthens kíktu í Varmána í fyrradag og má með sanni segja að þær skemmtu sér konunglega. Stundaðir voru neðstu staðirnir í ánni og skilst okkur að þarna hefði verið vorblær í lofti og góð stemming hjá konum og fiskum. Lönduðu þær fallegum fiskum og nutu góða veðursins í botn.
Þær sendu okkur síðan smá frásögn af deginum.
,,Okkur vinkonunum var farið að langa svo að veiða að við ákváðum að skella okkur í Varmá í tvo daga. Við höfðum aldrei veitt þar áður og því fengum við þaulreynda leiðsögumanninn Sigþór Stein Ólafsson til að fara með okkur. Hann kenndi okkur andstreymisveiði sem er ótrúlega skemmtileg og krefjandi og hélt hann okkur við efnið allan daginn. Aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar kemur að því að standa á bakkanum, sól og nánast logn sem hjálpaði til við að mastera köstin. Fyrsta takan var geggjuð og það fór allt í rugl. Sigþór tók í línuna hjá mér og ég tók eitt hringspor á bakkanum, svo náði ég yfirtökum og eftir það gekk allt eins og í sögu. Stærsti birtingurinn var 66 cm og hann kom í lokin en það var strangheiðarleg og löng barátta, hann stökk nokkrum sinnum og rauk niður ánna og við eltum bara í rólegheitunum. Þessi dagur var snilld í alla staði en fjórir fiskar á land í apríl í sól og blíðu er betra en í lygasögu.”
Við eigum lausar stangir næstu daga og hvað er betra en að kíkja í veiði á þessum fallegu vordögum sem við erum að fá? Það eru til lausar stangir um helgina og á næstu vikum í Varmá sem má sjá hér á vefsölunni
Vorið er svo sannarlega komið og ríkir einnig mikil spenna fyrir vorveiðinni í Elliðaánnum sem hefst á morgun!
Skoða má lausa daga í Elliðaánnum hér
Þetta eru sannarlega tveir skemmtilegir kostir í maí mánuði
Veiðikveðja