Opnun Varmár frestað
Að höfðu samráði við Hveragerðisbæ og Veiðifélag Varmár verður veiði í Varmá óheimil um ótilgreindan tíma. Veiði hefst því ekki 1. apríl eins og ráðgert var. Samkvæmt mælingum Heilbrigðiseftirlits Suðurlands eru vatnsgæði Varmár undir viðmiðunarmörkum, vegna fráfalls frá hreinsistöð Hveragerðisbæjar við Vorsabæ. Vinna við endurbætur er að hefjast, enda er brýnt að bregðast við aðstæðum …