Elliðaárnar opna í fyrramálið

Opnun Elliðaánna 2023 verður í fyrramálið, þriðjudaginn 20.júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 84. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2023.

Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun í framhaldi renna fyrir lax. Laxinn er þegar genginn í árnar og má reikna með líflegri stemningu við bakkann. Það verður spennandi að sjá við hvaða veiðistað í Elliðaánum laxinn kemur upp en laxinn er sennilega sá lax sem mest er myndaður á landinu á hverju ári.

Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins þökk sé stofnendum félagsins og hluti af stórkostlegu útivistarsvæði Reykvíkinga. Fjölmargir ungir veiðimenn taka þar sín fyrstu köst á hverju sumri og blómstrar stangaveiðiíþróttin sem aldrei fyrr.

Við vekjum athygli á því að hægt er að fylgjast með teljaranum hér.  

Með kveðju,

SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir