Dagana 26.-28. ágúst geta veiðimenn komist í svokallaðan handleiðslutúr eða “hosted tour” með Kalla Lú en hann þekkir ánna betur en flestir og hefur ánægju ef því að miðla sinni þekkingu.
Fyrir túrinn mun Kalli standa fyrir kynningu á ánni fyrir þá sem kaupa stangir í þessu holli, þar sem skoðaðar verða myndir af lykilstöðum ásamt því að farið verður yfir veiðistaðalýsingu sem hann hefur skrifað. Einnig verður farið yfir kort af ánni og veiðistaðir útskýrðir sem og aðkoma að þeim gert skil.
Kalli hefur verið við staðarhald og leiðsögn í Langá frá 2015 en hefur veitt ánna síðan 1984 og þekkir ánna gríðarlega vel og veit nákvæmlega hvar laxinn er og hvað hann er að taka á hverjum tíma.
Í hádeginu á brottfarardegi hittast þeir sem vilja í veiðibúð þar sem boðið verður upp á aðstoð við val á flugum með afslætti fyrir túrinn auk þess sem boðið verður upp á léttar veitingar.
Þegar veiðin hefst mun Kalli verða veiðimönnum innan handar, eins og tækifæri gefst, og er það von okkar að allir sem mæta í þetta holl fari reynslunni ríkari heim og auðvitað að veiðin verði góð.
Þetta er því frábært tækifæri fyrir þá sem vilja kynnast Langá betur!
Verð kr. 93.000 á dag (186.000 fyrir hollið) og geta tveir deilt stöng. Fæði er kr. 24.900 á dag ef tveir deila stöng/herbergi stöng, annars kr. 27.900.- ef einn á stöng/herbergi. Hægt er að tryggja sér stöng í vefsölunni okkar með því að velja Langá 26.-28.8.
Með veiðikveðju,
SVFR