Púpunámskeið Sigþórs og Hrafns að fara af stað!

Nú eru að fara að stað vinsælu púpunámskeiðin hjá Sigþóri og Hrafni.  Um er að ræða frábær námskeið fyrir þá sem vilja læra andstreymisveiðar og hvernig þær gefa fiska! Fjölmargir veiðimenn hafa farið í gegnum þessi námskeiði hjá þeim félögum og sparað sér mörg ár af þekkingu og reynslu með því að fá þetta beint í æð. Námskeiðið er bæði bóklegt (fyrirlestur) og verklegt námskeið við Bugðu.  Námskeiðin hentar sérstaklega vel fyrir veiðimenn sem stunda silungsveiði í ám.

Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um námskeiði og neðst í fréttinni er skráningarform á námskeiðið.

Púpa 101 – Náðu tökum á andstreymisveiði með tökuvara

Lærðu að veiða meira. Lærðu að veiða andstreymis!

Bóklegt og verklegt námskeið um grunnatriði í andstreymisveiði. Sérstaklega verður lögð áhersla á veiði með tökuvara.

 

Námskeiðið skiptist í bóklegan og verklegan hluta.

Bóklegi hlutinn verður kenndur í Reykjavík. Fer sú kennsla fram á miðvikudagskvöldi í viku verklega hlutans. Þar verða kynningar á öllum aðferðum og hnútum sem tengjast andstreymisveiði. Farið verður ítarlega í hvernig skal bera skuli sig að í mismunandi aðstæðum, réttar þyngingar, lengdir tauma, stærð tökuvara, flugur o.fl.

Verklegi hluti námskeiðsins fer fram á bökkum Bugðu í Kjós en þar er fólk parað tvö og tvö með kennara sem að aðstoðar þau við að bera sig rétt að við veiðarnar. Þessi hluti námskeiðsins er 5-6 klst. eða hálfur dagur og er deginum skipt í fyrri og seinnipart.

Tvö námskeið eru í boði. Verklegi hlutinn fer fram á tveimur helgum í maí, annars vegar 12.,13. og 14. og hinsvegar 19.,20. og 21. maí. Bóklegi hlutinn í vikunni á undan, þ.e. fimmtudaginn 11. maí fyrir fyrra námskeið, og  fimmtudaginn 18. maí fyrir síðara námskeiðið

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:

  • Öll námsgögn.
  • Bóklegt námskeið sem haldið verður í Reykjavík.
  • Verklegt námskeið í Bugðu í Kjós, hálfur dagur.

Athugið að ekki er um kastnámskeið að ræða. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi grunn þekkingu á fluguköstum.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá flestum stéttarfélögum.

Verð 29.990 kr á mann.

Kennarar:
Sigþór Steinn Ólafsson
Sigþór hefur frá blautu barnsbeini verið forfallinn veiðimaður. Náði tökum á fluguveiði 12 ára gamall og veit ekkert skemmtilegra en að eltast við laxfiska allt sumarið. Sigþór hefur síðastliðin 18 sumur starfað við leiðsögn veiðimanna víða um land. Sigþór er ástríðu veiðimaður hvort sem það heitir lax, urriði eða bleikja. Þó eiga stórir urriðar og sjóbirtingar sérstakan stall hjá honum. Á vetrum heldur Sigþór úti hlaðvarpinu Hylnum um fluguveiði auk þess að hnýta ógrynni af flugum fyrir sig og viðskiptavini sína.

Hrafn H. Hauksson
Allt frá því Hrafn gat fyrst haldið á stöng hefur líf hans snúist meira og minna um stangveiðar. Hann byrjaði að fikta við fluguveiðar fyrir rúmlega hálfum öðrum áratug og síðan þá hefur lítið annað komist að. Hrafn segist fyrst og fremst vera silungsveiðimaður þó hann teljist líklega alæta. Hann hefur þó sérstakt dálæti á erfiðum fiskum og ber urriðinn í Minnivallalæk þar af. Á vetrum þarf jú að vinna fyrir veiðileyfunum en fluguhnýtingar skipa stóran sess í vetrarverkunum.

 

Púpa 101 - Náðu tökum á andstreymisveiðini með tökuvara

Hér getur þú skráð þig á námskeiðið. Þú velur þér dag sem verklega kennslan fer fram við Bugðu. Bóklegi hlutinn fer svo fram vikuna áður eins og segir í fréttinni hér að ofan. Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá flestum stéttarfélögum. Verð 29.990 kr á mann.

Nafn(verður að svara)
Verð kr. 29.900 (bóklegt og verklegt við Bugðu)(verður að svara)
Það verða nokkrar dagsetningar í boði. Endilega hakaðu við þá dagsetningu sem hentar þér best. Veiðihlutinn er á laugardegi fyrir hádegi og bóklegi hlutinn á föstudegi eftir hádegi.
By Ingimundur Bergsson Fréttir