By Ingimundur Bergsson

Miðá í Dölum áfram hjá SVFR – Nýr samningur undirritaður

Í gær var undirritaður nýr samningur milli Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) og Fiskræktar- og veiðifélags Miðdæla um áframhaldandi samstarf um Miðá í Dölum. Undirritunin fór fram í veiðihúsinu við ána og voru það Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR, og Skúli Hreinn Guðbjörnsson, formaður veiðifélagsins, sem skrifuðu undir fyrir hönd félaganna. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðgengi félagsmanna SVFR að …

Lesa meira Miðá í Dölum áfram hjá SVFR – Nýr samningur undirritaður

By Ingimundur Bergsson

Opnun Elliðánna 2025

Opnun Elliðaánna fer fram á morgun, föstudaginn 20. júní, klukkan 08:00. Veiðimenn hittast við veiðihúsið í Elliðaárdal þar sem Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR, lýsir formlega yfir opnun ánna og býður Heiðu Björg Hilmisdóttur, borgarstjóranum í Reykjavík, að ganga til veiða. Þetta verður í 86. skipti sem árnar eru opnaðar fyrir veiði undir merkjum SVFR, en …

Lesa meira Opnun Elliðánna 2025

By Ingimundur Bergsson

SVFR kynnir Sandá í Þjórsárdal

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur samið við Veiðifélag Hvammsár og Sandár um leigu á Sandá í Þjórsárdal til næstu fimm ára og hefur sölu strax eftir helgi á leyfum fyrir sumarið. Sandá í Þjórsárdal er spennandi tveggja stanga valkostur fyrir veiðimenn sem vilja reyna við þann stóra en áin er síðsumarsá þar sem besti tíminn er öllu …

Lesa meira SVFR kynnir Sandá í Þjórsárdal

By Ingimundur Bergsson

Minning um Gylfa Gaut Pétursson

Kveðja frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Gylfi Gautur var kosinn í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur árið 2000. Hann sat í stjórn félagsins í tíu ár, þar af sem varaformaður í sex ár. Auk þess starfaði hann í fulltrúaráði félagsins í tvö ár og tók virkan þátt í störfum árnefndar Krossár. Á aðalfundi árið 2013 hlaut hann silfurmerki félagsins …

Lesa meira Minning um Gylfa Gaut Pétursson

By Ingimundur Bergsson

Veiðiferð með meistara Árna Bald í Langá 10-12. júlí

Stórveiðimaðurinn Árni Baldursson gekk í SVFR í vetur eftir 30 ára aðskilnað og af því tilefni höfum við sett í sölu sérstakt gestgjafaholl með meistaranum á frábærum tíma eða 10.-12. júlí. Þetta er sá tími sem laxinn gengur á fullum þunga upp Langá og jafnframt einn skemmtilegasti tíminn í ánni. Árni þekkir ána eins og …

Lesa meira Veiðiferð með meistara Árna Bald í Langá 10-12. júlí

By Ingimundur Bergsson

Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!

Veiðikortið, SVFR, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Veiðifélag Elliðavatns standa fyrir sumarhátíð veiðimanna. Dagskráin verður í höndum fræðslunefndar og Ungmennafélags SVFR auk Skógræktarfélags Reykjavíkur þar sem margt skemmtilegt og fræðandi verður í boði fyrir börn og fullorðna. Aðilar frá SVFR verða veiðimönnum innan handar og veita góð ráð milli 11-13. Hvetjum alla til að taka með sér …

Lesa meira Sumarhátíð við Elliðavatn sumardaginn fyrsta!

By Ingimundur Bergsson

Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

Nú geta fastagestir Gljúfurár farið að láta sig hlakka til sumarsins en ánægjulegt er að segja frá því að um þessar mundir standa yfir miklar endurbætur á veiðihúsinu. Enginn skortur er á faglærðum mönnum í húsi og unnið er hörðum höndum við að skipta út öllum gólfefnum, eldhúsinnréttingu og baðherbergjum auk þess að mála allt …

Lesa meira Veiðihúsið í Gljúfurá fær kærkomna upplyftingu

By Ingimundur Bergsson

Rafræn félagsskírteini SVFR

Kæri félagsmaður, Það gleður okkur að tilkynna að í ár höfum við tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa félagsskírteini SVFR út á stafrænu formi fyrir símaveski. Á félagsskírteininu má sjá uppfært félagsnúmer og ýmsar upplýsingar á bakhlið (pass info eða punktarnir þrír). Við erum að vinna í að fá samstarfsaðila til liðs við okkur …

Lesa meira Rafræn félagsskírteini SVFR

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR

Sterk fjárhagsstaða og Ragnheiður áfram formaður Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) undanfarin ár. Félagið hagnaðist um 10 milljónir króna á síðasta rekstrarári og nemur eigið fé félagsins nú 144 milljónum króna. Til samanburðar nam eigið fé einni milljón árið 2020. Þetta kom fram á aðalfundi SVFR, sem fór fram í Akóges-salnum …

Lesa meira Aðalfundur SVFR