By admin

Opið er fyrir umsóknir félagsmanna á vef okkar svfr.is

Söluskráin fyrir árið 2020 er komin út og er hún að þessu sinni rafræn en hana má hlaða niður og prenta út heima fyrir henti það betur. Þú finnur sölurskrána á https://www.svfr.is/soluskra/ Samhliða útgáfu á söluskránni höfum við opnað fyrir umsóknir félagsmanna um veiðileyfi á svæðum félagsins á árinu. Félagsmenn geta farið inn á svfr.is og …

Lesa meira Opið er fyrir umsóknir félagsmanna á vef okkar svfr.is

By SVFR ritstjórn

Mikið líf í Varmá og besti tíminn framundan

Aðdáendur Varmár geta glaðst, sjóbirtingurinn er mættur af krafti og nóg af honum. Þeir sem stunda ánna vita að áin geymir mikið af stórfiski og höfum við heyrt af mönnum verið að setja í þá síðustu daga og vikur. Við fengum skeyti frá veiðimanninum og leiðsögumanni Ómari Smára sem brá sér í ánna í örskotsstundu, …

Lesa meira Mikið líf í Varmá og besti tíminn framundan

By admin

Lifandi Laxárdalur

Veiðin í Laxárdalnum er búin að vera mjög góð í júlí og ágúst. Þetta magnaða svæði geymir gríðarlega fallega fiska og náttúran er engu öðru lík. Okkur barst skeyti frá glöðum veiðimönnum sem fengu hreint út sagt frábæra fiska núna í ágúst á svæðinu. Við eigum til stangir lausar núna um helgina og þetta er …

Lesa meira Lifandi Laxárdalur

By admin

SVFR veitir umsögn um lagafrumvarp sem tengjast fiskeldi.

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. SVFR hefur þegar framsent Alþingi umsögn sína, en hana má sjá í meðfylgjandi viðhengi. UMSÖGN SVFR (opnast í nýjum flipa). SVFR hefur ávallt lagst gegn sjókvíaeldi við Íslandsstrendur enda sýna bæði rannsóknir sem og reynsla annarra þjóða sem stunda laxeldi í …

Lesa meira SVFR veitir umsögn um lagafrumvarp sem tengjast fiskeldi.

By admin

Ný grein frá formanni SVFR

Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur heldur áfram skrifum sínum er varða hagsmuni stangaveiðimanna gagnvart laxeldi í sjókvíum. Greinin birtist á síðum Fréttablaðsins nú í morgun en hana er einnig hægt að finna rafrænt á vef Vísis. Slóðin á greinina er hér: http://www.visir.is/g/2018180409073/nyju-rokin-arodursmeistarans-  Við hvetjum félagsmenn okkar og allt áhugafólk um stangveiði að lesa greina og deila sem víðast.

Lesa meira Ný grein frá formanni SVFR

By admin

Hörku gangur í Varmá

Það er búið að vera hörkugangur í Varmá það sem af er veiðitímabilinu. Að morgni 4. apríl, fyrir veiðitíma, var búið að bóka 68 fiska á 3 dögum. Þar af 75 cm og 85 cm fiska. Við heyrðum svo í hóp sem var við veiðar 5. apríl. Þeir mættu ekki til leiks fyrren um hádegið …

Lesa meira Hörku gangur í Varmá

By admin

Ótrúleg opnun Langár

Í Langá á Mýrum, eins og víða annars staðar, er það venjan að opnunarhollið veiði í 2,5 daga, heilan dag 21. og 22. júní og til hádegis 23. júní. Opnunarhollið lauk því veiðum á hádegi í dag og samtals voru landað 67 löxum, sem samkvæmt staðarhaldara er nýtt met. Mikið af laxi er genginn í …

Lesa meira Ótrúleg opnun Langár