Alls hafa 128 laxar gengið upp teljarann í Gljúfurá í Borgarfirði og þar af hafa gengið 110 laxar síðustu 7 daga og 41 á síðustu tveimur sólarhringum!
Áin opnaði í morgun og bíðum við spenntir eftir að segja ykkur fréttir frá því.
Þess má geta að við höfum laust holl þann 30. júní til 2. júlí eins og sjá má í vefverslun okkar (https://www.svfr.is/vefverslun/)