Aðdáendur Varmár geta glaðst, sjóbirtingurinn er mættur af krafti og nóg af honum. Þeir sem stunda ánna vita að áin geymir mikið af stórfiski og höfum við heyrt af mönnum verið að setja í þá síðustu daga og vikur.
Við fengum skeyti frá veiðimanninum og leiðsögumanni Ómari Smára sem brá sér í ánna í örskotsstundu, sunnudaginn 19.ágúst eftir hádegi.
,,Ég stoppaði þarna í smá stund en ég get sagt þér eitt að áin er troðfull af fiski. bæði sjóbirtingur og lax. Fiskur hreinlega út um alla á! Það var rosalega erfitt að eiga við hann í svona litlu vatni og mikilli sól en ég landaði einum og missti einn dreka sem slapp í löndun eftir rosalega baráttu í Reykjarfossi, c.a 80 cm fiskur. Þeir sem fara veiða í ánni eftir næstu rigningar eiga eftir að lenda í veislu”.
Verðið á Varmá í september og október er einungis 15.400 kr. til félagsmanna og 18.480 fyrir þá sem eru fyrir utan félagið. Sjá má lausa daga í ágúst, september og október HÉR