Hörku gangur í Varmá

Það er búið að vera hörkugangur í Varmá það sem af er veiðitímabilinu. Að morgni 4. apríl, fyrir veiðitíma, var búið að bóka 68 fiska á 3 dögum. Þar af 75 cm og 85 cm fiska. Við heyrðum svo í hóp sem var við veiðar 5. apríl. Þeir mættu ekki til leiks fyrren um hádegið þegar sólin var búin að hita leikvöllinn upp fyrir þá. Uppúr kl.15.00 lentu þeir í algjöru bingói og settu í birtinga og bleikjur víða um ána. Það eru fleiri sem hafa notað þessa taktík en við fengum línu frá Axel Clausen, meistaramatreiðslumanninum mikla. Hann sagði:

“Mættum kl16.30 og veiddum bakka til lok. Fullt af fisk og fràbær skilyrđi”

Hann sendi meðfylgjandi mynd því til staðfestingar. Um helgina fóru til veiða vaskur hópur manna sem teljast til veiðisjúklinga og þekkja ána mjög vel. Ef marka má færslur þeirra á samfélagsmiðla um helgina veiddu þeir vel en þess ber að geta að enn á það eftir að vera staðfest.

Það eru lausar stangir í vikunni og hægt er að ganga frá kaupum á veiðileyfum í Vefsölunni hér: https://www.svfr.is/voruflokkur/varm/

Það er vissulega ánægjulegt að sjá hversu mikið af sjóbirting er í ánni ennþá og spilar kuldinn undanfarið sjálfsagt einhverja rullu í því. Þetta veit á gott með haustið og það er nokkuð ljóst, miðað við stærðina á fiskunum núna, að það verður fjör að veiða eftir fyrsta alvöru lægðaskotið í haust.