Í Langá á Mýrum, eins og víða annars staðar, er það venjan að opnunarhollið veiði í 2,5 daga, heilan dag 21. og 22. júní og til hádegis 23. júní. Opnunarhollið lauk því veiðum á hádegi í dag og samtals voru landað 67 löxum, sem samkvæmt staðarhaldara er nýtt met.
Mikið af laxi er genginn í ána og hefur hann dreift sér vel og því rúmt um þær átta stangir sem eru að veiðum næstu daga. Útlitið er gott en stórstreymt er nú um helgina og ætti því töluvert að ganga af laxi í ána á næstu dögum.
Enn er hægt að nálgast veiðileyfi í Langá í sumar en við eigum lausar stangir 17. – 20. júlí, 26. júlí – 4. ágúst, 7. – 10. ágúst og svo stangir hér og þar frá 19. ágúst. Til að spyrjast fyrir um þessi lausu leyfi er hægt að hafa samband við Stjána Ben á netfanginu [email protected] eða á vefsölunni.
Við erum að vinna að því að fá nýjustu tölur úr öðrum ám og munum við birta þær á næstu dögum.