Lifandi Laxárdalur

Veiðin í Laxárdalnum er búin að vera mjög góð í júlí og ágúst. Þetta magnaða svæði geymir gríðarlega fallega fiska og náttúran er engu öðru lík. Okkur barst skeyti frá glöðum veiðimönnum sem fengu hreint út sagt frábæra fiska núna í ágúst á svæðinu. Við eigum til stangir lausar núna um helgina og þetta er bara svæði sem enginn veiðimaður og náttúruunnandi má láta framhjá sér fara. Hér má sjá hjónin Tara og Matt Mull með brot af sinni veiði um daginn.