Söluskráin fyrir árið 2020 er komin út og er hún að þessu sinni rafræn en hana má hlaða niður og prenta út heima fyrir henti það betur. Þú finnur sölurskrána á https://www.svfr.is/soluskra/
Samhliða útgáfu á söluskránni höfum við opnað fyrir umsóknir félagsmanna um veiðileyfi á svæðum félagsins á árinu. Félagsmenn geta farið inn á svfr.is og skráð sig inn með rafrænum skilríkjum undir „Innskráning“ sem er að finna ofarlega í hægra horni vefsíðurnnar. Við innskráningu kemur upp hlekkurinn „Félagaúthlutun“ í sama hægra horninu ofarlega og þegar smellt er á hann opnast umsóknarvefurinn. Þar er byrjað á að velja „Ársvæði“ ofarlega í horninu vinstra megin og svo leiðir eitt af öðru.
Ef þú ert með spurningar um umsóknarferlið eða ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst á [email protected] með “umsóknarferli” í fyrirsögn.