By admin

Spennandi haustveiði í höfuðborginni! Korpa og Elliðaár!

Eftir veðrabreytingar síðustu daga breytist leikurinn í laxveiðinni og fiskur fer á meiri hreyfingu og er líklegri til að taka flugur veiðimanna. Það er því rétt að vekja athygli veiðimanna á því að talsvert er af lausum veiðileyfum næstu daga í Korpu og Elliðaár en veiðin hefur verið góð í báðum þessum ám í sumar. …

Lesa meira Spennandi haustveiði í höfuðborginni! Korpa og Elliðaár!

By admin

SVFR auglýsir eftir árnefndum

Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir árnefndum á tvö ný svæði sem komin eru til félagsins. Svæðin sem um ræðir eru Laugardalsá og Straumfjarðará. Árnefndir félagsins eru helsta bakbein í félagsstarfi SVFR og er gífurlega mikilvægur þáttur fyrir þau ársvæði sem félagið hefur innan sinna snæra. Árnefndir hafa umsjón með sínum ársvæðum, sjá um merkingar á veiðistöðum á viðkomandi …

Lesa meira SVFR auglýsir eftir árnefndum

By SVFR ritstjórn

Sendu okkur veiðimynd frá sumrinu

Veiðitímabilið 2018 er að renna sitt skeið og vonandi hafa veiðimenn skapað skemmtilegar minningar í veiðinni í sumar. Margir festa veiðiminningarnar á mynd eða myndband og nú langar SVFR að kalla eftir slíkum myndum frá ársvæðum félagsins. Á haustmánuðum munum við síðan velja bestu veiðimyndirnar og verðlauna myndasmiðina með veiðileyfum á næsta veiðisumri. Myndirnar viljum …

Lesa meira Sendu okkur veiðimynd frá sumrinu

By admin

Bullandi sjóbirtingsveiði í Eldvatnsbotnum!

Sjóbirtingurinn er mættur í Eldvatnsbotnana, en það er lítið og skemmtilegt tveggja stanga sjóbirtingsvæði í Skaftafellssýslu á góðu verði með notarlegu veiðihúsi. Félagarnir Elías Pétur og Halli í Villimönnum eru nú við veiðar og eins og þeir orða það þá er bara mok! Uppistaðan í veiðinni eru sjóbirtingar 45-55 sm auk stærri fiska. Elías Pétur …

Lesa meira Bullandi sjóbirtingsveiði í Eldvatnsbotnum!

By SVFR ritstjórn

Mikið líf í Varmá og besti tíminn framundan

Aðdáendur Varmár geta glaðst, sjóbirtingurinn er mættur af krafti og nóg af honum. Þeir sem stunda ánna vita að áin geymir mikið af stórfiski og höfum við heyrt af mönnum verið að setja í þá síðustu daga og vikur. Við fengum skeyti frá veiðimanninum og leiðsögumanni Ómari Smára sem brá sér í ánna í örskotsstundu, …

Lesa meira Mikið líf í Varmá og besti tíminn framundan

By admin

Lifandi Laxárdalur

Veiðin í Laxárdalnum er búin að vera mjög góð í júlí og ágúst. Þetta magnaða svæði geymir gríðarlega fallega fiska og náttúran er engu öðru lík. Okkur barst skeyti frá glöðum veiðimönnum sem fengu hreint út sagt frábæra fiska núna í ágúst á svæðinu. Við eigum til stangir lausar núna um helgina og þetta er …

Lesa meira Lifandi Laxárdalur