Fluguveiðiskóli SVFR og Langár – enn laus pláss

Við viljum minna á að enn eru nokkur pláss laus í Fluguveiðiskólann. Aldrei að vita nema fyrstu laxarnir verða mættir í ána.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að endurvekja Fluguveiðiskólann við Langá, sem starfræktur var um árabil og naut mikilla vinsælda. Hilmar Þór Jónsson flugukastkennari FFF er skólastjóri skólans og með honum verða reyndir leiðsögumenn og kastkennarar.

Skólinn hentar jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur í fluguveiði. Farið verður yfir grunninn í fluguköstum, veiðiaðferðir, tækni og nálgun við veiðistaði, helstu hnútar verða kynntir og þátttakendum kennt að velja flugur eftir aðstæðum og veiðistöðum. Einnig verða kennd grunnatriði í fluguhnýtingum.

Dagskráin hefst kl. 16 þann 31. maí og lýkur á hádegi sunnudaginn 2. júní.

Verð kr. 70.000 kr. fyrir félagsmenn SVFR (en 92.500 kr. fyrir aðra)
Innifalið í námskeiðsgjaldi er fullt fæði, veiðikennsla og gisting.

Athygli er vakin á því að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðið.

Hægt er að kaupa beint í fluguveiðiskólann á vefsölunni HÉR

Eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

 

Með kveðju,

SVFR

By admin Fréttir