Vika í árshátíð SVFR

Nú er bara rétt rúm vika í árshátíð SVFR 2019 og fer hver að verða síðastur í að næla sér í miða.

80 ára afmæli félagsins verður á föstudeginum 17. maí, en þann dag verður afmælishátíð í Elliðaárdalnum.

Laugardaginn 18. maí verður sjálf árshátíð félagsins. Salurinn opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 20:00 og dansiball með Ingó og Veðurguðunum hefst svo klukkan 22:30

Eins og einhverjir hafa bent á þá er þetta Eurovision kvöld, en örvæntið ekki, það verður sýnt beint frá keppninni í hliðarsal Súlnasals, og því er hægt að fylgjast með framvindu keppninnar þegar líður á kvöldið.

Eins ber að nefna að það er engin skylda að mæta kjól eða smóking, bara snyrtilegur klæðnaður eins og hefðbundinni árshátíð.

Hægt er að kaupa miða á árshátíðina beint í vefsölu SVFR, en einnig er hægt að koma á skrifstofu félagsins og kaupa miða.

 

By admin Fréttir