Árshátíð SVFR – lokaútkall!

LOKAÚTKALL! Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á Árshátið SVFR sem haldin verður í Súlnasal, laugardaginn 18.maí n.k. Frábær matseðill, flott skemmtiatriði. Eurovision stemming í hliðarsal. Herlegheitin hefjast klukkan 19:00 og eru allir velkomnir! Hægt að kaupa í vefsölu og sækja miðana til okkar eða fá afhenta á Sögu.

Frábær skemmtun í góðum félagsskap veiðifólks og vina! Glæsilegur matseðill, veiðileyfahappdrætti þar sem m.a. er hægt að vinna tveggja daga veiði í Langá með gistingu og fæði, skemmtiatriði, fjöldasöngur, dansiball með Ingó og Veðurguðunum og auðvitað Eurovision á kantinum. Veiðin mun sigra!

 

SVFR

 

 

By admin Fréttir