Afmælishátíð í Dalnum á föstudaginn!

Afmælishátíð SVFR föstudaginn 17. maí milli 17-19 í Dalnum

 

SVFR verður 80 ára föstudaginn 17. maí. Við blásum til fjölskylduhátíðar á afmælisdaginn í húsakynnum SVFR í Elliðaárdal að Rafstöðvarvegi 14.

ALLIR VELKOMNIR

Dagskrá:

  • Ávarp formanns
  • Afmælisterta
  • Afmælisflugan kynnt og boðin til sölu ásamt öðrum afmælisvarningi
  • Jóhannes Sturlaugsson sýnir seiði og hvernig rafveiðum er háttað
  • Happadrætti – allir gestir fá einn miða og eiga möguleika á að vinna veiðileyfi
  • Kastsýning
  • Gengið meðfram Elliðaánum (sjá nánari útfærslu fyrir neðan)
  • Myndasýning
  • Hoppukastali fyrir börnin
  • Grillaðar pylsur
  • Sjáumst í Dalnum og eigum saman góða stund

 

Leiðarlýsing:

Gengið meðfram Elliðaánum:

Í upphafi verður kynnt breyting á svæðaskiptingu 2. svæði sem taka mun gildi í sumar, þ.e. að neðri hluti svæðis tvö verði óbreyttur, en efri hlutinn verði frá göngubrúnni neðan félagsheimilis Orkuveitunnar og niður í Ullarfoss. Árbæjarhylur verður tekinn út úr skiptingu og gefinn frjáls eins og verið hefur lengst af.

Hópnum verður síðan skipt í tvennt og fer annar hópurinn yfir efri hluta svæðis 2, þ.e. frá göngubrúnni og niður í Ullarfoss.

Hinn hópurinn fer yfir neðri hluta svæðis tvö og síðan niðurúr, þ.e. frá og með Teljarastreng og niður í Eldhúshyl.

Þessi ganga verður í umsjón árnefndar Elliðaánna en þeir félagar eru öllum hnútum kunnugir og munu efalaust ljóstra upp vel geymdum leyndarmálum um tökustaði á þessu svæði – og þá ekki síst á efri hlutanum, sem hefur verið vanveiddur af hinum almenna félagsmanni undanfarin ár.

 

 

 

 

By admin Fréttir