VEIÐIMAÐURINN er kominn út á 80 ára afmæli SVFR
Sumarblað Veiðimannsins er komið út, á 80 ára afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem er í dag. Elliðaárnar eru í kastljósinu í blaðinu en SVFR var stofnað vorið 1939 um leigu á veiðirétti í Elliðaánum og uppbyggingu þeirra. Tilgangur félagsins var jafnframt að efla stangaveiðiíþróttina og standa vörð um íslenska náttúru. Stofnfélagar SVFR voru 48 og áhugi …