Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í morgun. Margir fiskar eru gengnir í ána og hafa þeir sést á víð og dreif. Um síðustu helgi voru þegar gengnir 15 fiskar upp á fjall þannig að fiskur hefur dreift sér víða. Á sama tíma í fyrra var enginn fiskur kominn upp á fjall. Þrátt fyrir vatnleysi er Langá í fínum málum enda styður Langavatnið vel við vatnsbúskapinn í ánni.
Veiðimenn sem opnuðu ána í morgun hafa verið að setja í, landa og missa laxa á morgunvaktinni.
Jógvan Hansen er í opnunarhollinu og fékk hann 90 cm hrygnu í Glanna, en þar mátti sjá fleiri stórfiska á sveimi. Fiskurinn tók Rauðan Francis með kúlu.
Við bíðum spennt eftir frekari upplýsingum frá Langá.
Jógvan að sleppa hrygnunni vænu sem hann fékk í Glanna.
Bestu kveðjur,
SVFR