Veitt með vinum – Caddis bræður með “hosted tour” í Laxárdal

“HOSTED TOUR – Laxárdalur”
Í sumar bjóðum við upp á tvo túra þar sem við prófum okkur áfram með fyrirkomulag sem er vel þekkt erlendis, “hosted tour” eða veitt með veiðimönnum sem þekkja svæðin upp á tíu.
……………………………
Caddis bræðurnir Hrafn og Óli þekkja Laxárdalinn betur en flestir. Við munum bjóða upp á veiðidaga með þeim í Laxárdalnum með þeim 15-18. júní og aftur 5-8. ágúst.
……………………………
Pakkinn er því svona:
Ein stöng í 3 daga kostar 66.300 (3 x 22100) sem kostar almennt 77.700 (3×25900). Inn í þessu er ein stöng sem veiðimönnum er velkomið að deila þannig að kostnaður er aðeins 33.150 á mann fyrir 3 daga séu menn tveir á stöng. Innifalið í þessu er að þeir Caddis bræður verða til aðstoðar og leiðsagnar en þó ekki sem einkaleiðsögumenn heldur gefa þeir ráð og flakka á milli veiðimanna.  Húsgjald er ekki innifalið í þessu en það er kr. 17.900 séu menn tveir á stöng eða 18.900 sé einn á stöng.
……………………………
15.-18. júní  https://www.svfr.is/vefsala/veitt-med-caddis-braedrum-15-18-juni/
8. – 11. ágúst  https://www.svfr.is/vefsala/veitt-med-caddis-braedrum-8-11-agust/
……………………………
Hverjir eru “Caddis” bræður?
Bræðurnir Hrafn og Óli hafa veitt í Laxárdalnum frá því 1983 og starfað sem leiðsögumenn á svæðinu á því tímabili og eru því fróðir á öllum sviðum urriðaveiða, lífríki árinnar og þeirra sérgrein er þurrfluguveiði.
Skemmtilegt podcast var með þeim bræðrum í Flugucastinu nú nýverið sem hægt er að nálgast HÉR.
……………………………
Enn eru nokkur pláss laus – góða skemmtun!
By admin Fréttir