Fluguveiðiskóli SVFR og Langár á Mýrum
Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur ákveðið að endurvekja Fluguveiðiskólann við Langá, sem starfræktur var um árabil og naut mikilla vinsælda. Hilmar Þór Jónsson flugukastkennari FFF er skólastjóri skólans og með honum verða reyndir leiðsögumenn og kastkennarar. Skólinn hentar jafnt fyrir lengra komna sem byrjendur í fluguveiði. Farið verður yfir grunninn í fluguköstum, veiðiaðferðir, tækni og nálgun við …