Varmá klikkar ekki!

Franskur veiðimaður, Pierre Bombard, keypti dag í Varmá 23. júní og miðað við lága vatnsstöðu átti hann ekki von á miklu.  Fáir hafa verið við veiðar þar síðust daga og var það ekki til að auka væntingar hans. Hann sendi okkur línu þar sem hann lýsti hversu ánægður hann var með veiðina, en þrátt fyrir erfið skilyrði veiddi hann um 10 urriða á milli 40-60cm. Flestir veiddust á straumflugu en nokkrir á púpur og þurrflugur.

Hann notaði tækifærið og kenndi kærustunni að veiða á straumflugu og hún var ekki lengi að setja í svakalega fallegan urriða sem var 70cm!

Flestir fiskarnir komu fyrir neðan þjóðveg og einnig á neðsta hluta svæðisins.

Við minnum veiðimenn á að það er mikið af lausum dögum frammunda og rignir í kortunum. Það má því búast við flottri veiði þar!

 

Pierre Bombard með tvo af nokkrum urriðum sem hann fékk í Varmá.

 

Með kveðju,

SVFR

By admin Fréttir