Hreinsum Elliðaárnar fimmtudaginn 6. júní!
Hin sívinsæla hreinsun Elliðaánna sem er árlegur viðburður á vegum Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fer fram fimmtudaginn 6. júní nk. Hreinsunarverkefnið verður gangsett við veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00. Ákvörðun um þessa dagsetningu var tekin eftir könnun á Fecebook síðu Elliðaánna, þar sem niðurstaðan var sú að afgerandi meirihluti valdi þennan dag. Verður sérstaklega hóað í þá …