Nördakvöld fræðslunefndar í kvöld!

Fræðslunefndin blæs í fyrsta fræðslukvöld vetrarins með landsþekktum nördum og meisturum í stór-urriðaveiðum í hinni víðfrægu Laxá.

„Nördast“ verður með Evró-púpuveiðar, þurrfluguveiði, straumfluguveiði, veiðistaðir og „snjallráð á ögurstundum“, spurningar&svör, happadrætti og „guðaveigar“.

Frítt inn og allir velkomnir, félagsmenn og aðrir.  ATH: Hægt verður að ganga í félagið á sérstökum kjörum á fræðslukvöldum í vetur þar sem inntökugjöld eru felld niður og því greiða menn einungis fyrir félagsgjaldið.

Nördakvöldið verður haldið í salarkynnum Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn Ármúlamegin) í kvöld 23.1.2020 kl. 19.

Hér eru nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook:  https://www.facebook.com/events/571422720364388/

Við viljum einnig vekja athygli þeirra sem ætla að panta í Laxárdalinn í sumar á að hægt er að sækja um að fara í svokölluð Caddis holl, þar sem Caddis bræður munu leiðbeina og aðstoða veiðimenn eftir bestu getu endurgjaldslaust.

Með kveðju,

SVFR

By admin Fréttir