Söluskrá 2020 kemur út 3. janúar um leið og við opnum fyrir umsóknir

Söluskrá SVFR fyrir árið 2020 kemur út þann 3.janúar. Eins og áður bjóðum við upp á frábæra möguleika í lax og silung. Til að mynda verður nýjasta viðbótin okkar kynnt, Leirvogsá, sem verður frábær kostur og veiðifyrirkomulagið spennandi svo vægt sé til orða tekið. Elliðaárnar verða með breyttu sniði eins og hefur varla framhjá neinum og liggur það fyrir að svæðaskipting mun breytast til hins betra og verður tilkynnt sérstaklega í janúar. Opnað verður fyrir umsóknir félagsmanna 3. janúar og mun standa til 20. janúar og verður kynnt sérstaklega ef breytingar verða á. Unnið verður úr umsóknum í framhaldinu.

Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari veglegu söluskrá og hafa ætti í huga að núna í fyrsta skiptið kemur hún út rafrænt en þó verður einnig hægt að prenta hana út á vef okkar www.svfr.is.

Með jólakveðju

SVFR