Norðurá I og Norðurá II standa félagsmönnum til boða sumarið 2020!

Samkomulag hefur náðst á milli Einars Sigfússonar forsvarsmanns Norðurár og Stangaveiðifélags Reykjavíkur að bjóða félagsmönnum upp á valin holl í Norðurá I og II næsta sumar. Það er vissulega fagnaðarefni að fá okkar heimakæru á aftur í söluskrá okkar og sem fyrr að gefa félagsmönnum tækifæri á að veiða aftur í þessari stórkostlegu á. Umrædd holl má sjá í söluskrá 2020.
ATH: Ekki þarf að leggja út ABCD umsóknir til félagaúthlutunar á hollin.
Áhugasamir senda línu á [email protected]

SVFR