Útdráttur fyrir Elliðaár á mánudaginn nk.

Mikil eftirspurn var eftir veiðileyfum í Elliðaárnar fyrir komandi sumar þrátt fyrir breytingar á veiðireglum varðandi agn og kvóta, en á komandi sumri skal veitt með flugu og öllum laxi gefið líf.

Þarf því líkt og áður að draga um ákveðna daga og fer útdráttur fram fyrir opnum tjöldum í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 17.30.

Þeim sem ekki fá umbeðna viku mun standa til boða að fá aðra lausa daga.

 

Með kveðju,

SVFR

 

 

By admin Fréttir