Umsóknarfrestur framlengdur um viku til mánudagsins 27. janúar

Umsóknarfrestur félagsmanna hefur verið framlengdur um viku til miðnættis mánudaginn 27. janúar 2020. Hann rennur út eftir:

[ux_countdown year=”2020″ month=”01″ day=”27″ time=”23:59″ t_week=”viku” t_day=”dag” t_hour=”klst” t_min=”mín” t_sec=”sek” t_week_p=”klst” t_day_p=”daga” t_hour_p=”klst” t_min_p=”mín” t_sec_p=”sek”]

Nú er um að gera að nýta sér lengri umsóknarfrest, skoða fjölbreytt úrvalið og bóka veiði í sumar. Það er fátt skemmtilegra og meira gefandi en að skella sér í veiði með góðum vinum í fallegu umhverfi.

Enginn frekari frestur verður gefinn og því er vissara að vera ekki að standa í að sækja um rétt fyrir lokun umsókna. Fljótlega eftir lokun förum við í að raða niður hollum og stöngum og er það von okkar að sú vinna taki ekki langan tíma.

Ef þú ert með spurningar um umsóknarferlið eða ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst á [email protected] með “umsóknarferli” í fyrirsögn.

By SVFR ritstjórn Fréttir